Hjólaskautadiskó í TÞM

16. August, 2014

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

Þungarokk í TÞM 3. júní!

14. May, 2014

Þann 3. júní nk. verður haldnir all-ages þungarokks tónleikar eins og þeir gerast bestir.

Fram koma:
Full Of Hell (USA)
Icarus
Conflictions
In The Company Of Men
Captain Syrup
Mannvirki

Húsið opnar 18:00 og Tónleikar byrja 18:30
EKKERT aldurstakmark og 1500 kr. inn!

Komið og hlýðið á eðal tónlist!

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

STELPUR ROKKA! innritun hefst 3. maí

2. May, 2014

Skráning hefst  á morgun, laugardaginn 3. maí.


 Við minnum á að skráning í rokksumarbúðirnar í Reykjavík hefst á morgun.  Rokkbúðirnar verða frá 16. til 27. júní og það eru 40 pláss í

boði. Við mælum með að skrá þátttakendur tímanlega því plássin fyllast fljótt. Þátttökugjald er valfrjálst frá 25.000 krónum en engri stúlku verður vísað frá sökum fjárskorts.

Skráning í Kvennarokksumarbúðirnar hefst líka á morgun, laugardaginn 3. maí. Búðirnar verða haldnar dagana 30. maí til 1. júní og boðið verður upp á hljóðfærakennslu, hljómsveitaæfingar, vinnusmiðjur, mat og glens og glæsilega lokatónleika. Það eru 20 laus pláss í kvennarokkbúðirnar og þátttökugjöld eru valfrjáls frá 17.500 krónum. Allur ágóði rennur óskiptur til rokksumarbúðanna í Reykjavík.

Skráning og nánari upplýsingar á www.stelpurrokka.org

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

Stelpur Rokka! þetta sumar eins og undanfarin ár!

10. April, 2014

Nú er undirbúningur fyrir næstkomandi sumar kominn á fullt. Þar sem margir eru byrjaðir að plana sumarið er ekki seinna vænna að birta dagsetningar rokkbúðanna í sumar. Takið sérstaklega eftir skráningardeginum, en plássin í rokkbúðirnar fyllast fljótt og því gott að skrá þátttakendur tímanlega.

Kvennarokkbúðir í Reykjavík fyrir konur 18 ára og eldri: 30 maí til 1. júní
Rokkbúðir í Reykjavík fyrir 12 til 16 ára stelpur: 16. júní til 27. júní
Skráning hefst: 3. maí

Nánari upplýsingar um dagskrá búðanna væntanlegar fljótlega!

Um verkefnið: Stelpur rokka! er tónlistarverkefni sem býður stelpum á aldrinum 12 -16 ára upp á rokksumarbúðir. Í rokksumarbúðunum fá stelpurnar leiðsögn við að spila á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, semja lög og koma fram á lokatónleikum rokkbúðanna fyrir framan fjölskyldu og vini.

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

Blacklisted (US) í TÞM 1. MARS

25. February, 2014

Laugardagskvöldið 1. Mars koma fram í hellinum:

Poster

Rokk og Ról í Hellinum 1. mars

Blacklisted
kimono
Grísalappalísa
KLIKK
Kælan Mikla
Ofvitarnir

FYRIR ALLA ALDURSHÓPA/ALL AGES
LAUGARDAGINN 1. MARS

OPNAR KL. 18:00, BYRJAR KL. 18:30
AÐGANGSEYRIR ÞÚSUND KRÓNUR / 1000 ISK

Facebook Event!

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

Gleðilegt Nýtt ár kæru vinir og vandamenn TÞM

12. January, 2014

Húsið iðar af lífi á nýju ári og margt gott að gerast.

Til stendur að blása lífi í Live músík í húsinu og  fjölga eventum fyrir alla aldurhópa.

Reykjavíkurborg hefur framlengt samning sinn við TÞM til þriggja ára og erum við mjög þakklát fyrir það.

Með ósk um frábærar stundir á árinu, samvinnu og gleði.

Keep rockin’

Stjórn TÞM

Flokkur: TÞM | Engin Ummæli »

viagra